Húsnæðismál

Mánudaginn 09. mars 1998, kl. 16:30:45 (4466)

1998-03-09 16:30:45# 122. lþ. 82.16 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 122. lþ.

[16:30]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel ekki að ég hafi á nokkurn hátt farið niðrandi orðum um útlit hv. 13. þm. Reykv., alls ekki (SJS: Biddu hana afsökunar ...) og þarf ekki að biðjast afsökunar á einu eða neinu sem ég hef sagt.

Varðandi (Gripið fram í.) --- ég ætla að vera hérna stofuprýði svolitla stund. Varðandi það að ég sé að ryðja út fulltrúum launamanna úr húsnæðisnefndum og Húsnæðisstofnun, þá var það hv. 13. þm. Reykv. sem ruddi þeim út úr stjórn Húsnæðisstofnunar og ég feta bara í slóð fyrirrennara míns, hv. 5. þm. Reykn. sem lagði til í frv. 1994 að sveitarstjórnirnar kysu alla fulltrúana í húsnæðisnefnd. (Gripið fram í: Ósköp ertu nú lítill karl.)