Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 22:29:26 (5863)

1998-04-28 22:29:26# 122. lþ. 113.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[22:29]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi samanburð á þessu máli og jöfnun kosningarréttar er það alveg rétt að ég hef verið talsmaður þess að landið væri eitt kjördæmi þannig að einn maður fengi eitt atkvæði en það er ekki einungis á þeim forsendum heldur tel ég óeðlilegt að hafa landið í kjördæmum og sé að það eru ýmsir hagsmunir sem stangast þar á.

En þó að ég hafi þær skoðanir mun ég trúlega samþykkja tillögur um breytingar á kosningalöggjöfinni þó að hugmynd mín nái ekki fram að ganga. Ég mun samþykkja það sem gengur verulega til móts við þær hugmyndir sem ég hef eins og ég er að gera í þessu máli. Þetta gengur verulega til móts við þær hugmyndir sem ég hef varðandi skipulagsmál á miðhálendinu að þarna komi að fleiri sjónarmið en áður og þetta verði ein skipulagsleg heild.

Varðandi núverandi tillögu að svæðisskipulagi á miðhálendinu væri athyglisvert að heyra hvort hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir er á móti þeirri tillögu sem hefur verið auglýst. Er hv. þm. á móti henni?