Sveitarstjórnarlög

Föstudaginn 08. maí 1998, kl. 14:18:08 (6339)

1998-05-08 14:18:08# 122. lþ. 121.2 fundur 288. mál: #A sveitarstjórnarlög# (heildarlög) frv. 45/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 122. lþ.

[14:18]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Á síðasta þingi fyrir um það bil ári var samþykkt löggjöf um skipulags- og byggingarmál þar sem vald í þessum málum var flutt með samþykki Alþingis til sveitarfélaga.

Sú tillaga sem hér liggur fyrir gengur þvert á þá niðurstöðu varðandi þann málaflokk og felur auk þess í sér að stýring á því hugsaða stjórnsýslusvæði sem þar er gerð tillaga um verði sett að meiri hluta til undir vald fulltrúa ráðherra með setur í Reykjavík. Ég tel það óskynsamlega tilhögun en í samræmi við okkar afstöðu í þingflokki Alþb. að sitja hjá að felldri okkar frávísunartillögu greiði ég ekki atkvæði.