1998-05-15 00:39:53# 122. lþ. 127.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, BH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 122. lþ.

[24:39]

Bryndís Hlöðversdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þá ósk sem hefur komið fram og hvetja hæstv. forseta til þess að við hér sem höfum verið að setja lög á grundvelli þar til gerðra samþykkta um hvíldartíma, virðum a.m.k. þær reglur og bjóðum ekki okkur sjálfum upp á það sem við erum að binda í lög að ekki megi bjóða öðrum upp á. Ég held að það sé lágmark að þessi samkunda hér, hið háa Alþingi, virði sjálft þau lög sem það er að setja. Ég vil því hvetja til þess, herra forseti, að tekið sé tillit til þessarar óskar. Þetta hefur verið langur og strangur fundur í dag og þinghaldið verður að gera ráð fyrir því að menn geti talað lengi og það hefur verið tekið tillit til þess hér en ég vil hvetja til þess að við fáum tóm til þess að hvíla okkur í a.m.k. einhverja klukkutíma áður en að næsti fundur hefst.

(Forseti (StB): Forseti hefur hlýtt á eðlilegar óskir hv. þm.)