Húsnæðismál

Mánudaginn 18. maí 1998, kl. 13:06:42 (6747)

1998-05-18 13:06:42# 122. lþ. 130.1 fundur 507. mál: #A húsnæðismál# frv. 44/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 122. lþ.

[13:06]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt að menn skuli ætla að gefa sér tíma til að greiða sérstaklega atkvæði um þessa lagagrein því að í henni birtist árangur af langvarandi andheitum bænum um að gera félagslegar leiguíbúðir að hlutafélögum og þessar bænir hafa hér með skilað sér inn í lagasmíð sem lögð er fram á vegum Framsfl. en að fyrirmælum Sjálfstfl. (Gripið fram í.) Reyndar þarf ekki þessa flokka til, það er rétt, reyndar þarf ekki þessa flokka eina til að hlýða kalli tímans um fjármagnsgróða og arðsemi en það er umhugsunarefni að svo skuli vera komið þegar fjallað er um félagslegar lausnir í húsnæðismálum að helst sé litið til löggjafar um hlutafélög.

Þessi lagagrein og þessi lög munu vekja athygli sagnfræðinga framtíðarinnar þegar fjallað verður um frumstæðar leiðir til að sinna hinum félagslega þætti húsnæðismála.