Val nemenda í framhaldsskóla

Mánudaginn 17. nóvember 1997, kl. 15:34:17 (1270)

1997-11-17 15:34:17# 122. lþ. 26.1 fundur 94#B val nemenda í framhaldsskóla# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:34]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Í útgáfu ríkisstjórnarinnar, Áföngum, er m.a. fjallað um framhaldsskóla og þar er fullyrt á bls. 22, með leyfi forseta:

,,Nemendur hafa nú meira valfrelsi um skóla þar sem inntaka þeirra miðast fremur við einkunnir en búsetu.``

Nú er 15. gr. framhaldsskólalaganna um inntökuskilyrði í framhaldsskóla og þar er talað um kröfur vegna inntöku á einstakar námsbrautir en ekki skóla. Því vil ég spyrja hæstv. menntmrh.: Á hverju byggir sú fullyrðing sem fram kemur í ríkisstjórnarútgáfunni að skólar velji nemendur fremur eftir einkunnum en búsetu? Og í öðru lagi: Hefur þessi áherslubreyting, sem hér er greinilega, verið rædd við sveitarfélögin vegna þess að kostnaðarþátttaka þeirra hefur hingað til verið talin tryggja nemendum aðgang að heimaskóla?