Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:05:26 (2306)

1997-12-15 23:05:26# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, Frsm. meiri hluta SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:05]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég varpaði fram þeirri spurningu hvort það gæti ekki styrkt rektor gagnvart háskólasamfélaginu að hann væri skipaður. Ég tel að það sé fyllilega ástæða til þess að velta því fyrir sér. En það er hins vegar alveg ljóst að það er í engu verið að breyta þeirri skipan með þessu frv. sem verið hefur til þessa, t.d. í Háskóla Íslands, um rektorskjör. Og ég á ekki von á neinu öðru en að rektor Háskóla Íslands muni hér eftir sem hingað til sækja styrk sinn til háskólasamfélagsins og vera þar fremstur meðal jafningja.