Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 13. janúar 1999, kl. 16:09:44 (3095)

1999-01-13 16:09:44# 123. lþ. 55.1 fundur 343. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðileyfi o.fl.) frv. 1/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 123. lþ.

[16:09]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er þess vegna sem við stöndum saman að því að reyna að varðveita réttindi útgerðarinnar, jafnt stórra sem smárra. En við verðum jafnframt að hafa í huga að við verðum, til þess að svara kröfum þjóðarinnar um arð af þessum sjávarútvegi, um auknar tekjur og aukna betri afkomu, verðum við að gera betur í stjórn fiskveiða en við höfum gert á umliðnum árum. Sóunin í þessu kerfi eins og það er núna er svo gríðarleg að við verðum að horfa til þess að hér eru milljarðaverðmæti sem eru því miður að fara í hafið í staðinn fyrir að koma inn til vinnslu og útflutnings. Það getum við með því að breyta kerfinu og við eigum að horfa til þess. Það er hægt að breyta því og við ætlum að breyta því --- án þess að hverfa frá því prinsippi að útgerðin á Íslandi, stór og smá, og Íslandsmið er eitt og hið sama.