Frestun umræðu um náttúruvernd

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 17:18:00 (3962)

1999-02-19 17:18:00# 123. lþ. 70.96 fundur 276#B frestun umræðu um náttúruvernd# (um fundarstjórn), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[17:18]

Umhverfisráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Aðeins vegna orða seinasta hv. þm. um aðkomu ráðherra að málunum. Ég verð að upplýsa að það kom mér jafnmikið á óvart og hv. þingmönnum að umræðum yrði frestað á þessum tíma núna. Ég hefði auðvitað óskað eftir því og talið æskilegt að hægt hefði verið að ljúka umræðunni, a.m.k. að henni hefði mátt halda fram. En það er auðvitað ekki hægt. Ég virði það að einstakir þingmenn sem einhverra hluta vegna hafa ekki getað verið viðstaddir og tekið þátt í umræðunni hafi óskað eftir því að fá tækifæri til þess síðar, þó að það sé spurning samt sem áður hvort einhverjar slíkar aðstæður geti heft framgang þingmála. En það er margviðtekin venja að taka mið af því og taka tillit til þess og ég er alls ekki að leggjast gegn því. En ég hefði gjarnan viljað að umræðunni hefði haldið fram og helst að henni hefði lokið, samanber það sem ég sagði sem lokaorð í máli mínu við framsöguna áðan vegna orða hv. þm. sem talaði næst á undan.