1999-03-11 00:33:19# 123. lþ. 84.26 fundur 509. mál: #A Háskóli Íslands# (heildarlög) frv. 41/1999, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 123. lþ.

[24:33]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er litlu nær við hverja þessa sátt var gerð. Ég hef lesið nöfnin. Ég varð reyndar ekki vör við suma þá sem skrifa undir nál. á fundum nefndarinnar, en eigi að síður hef ég lesið nöfnin. En ég átta mig samt ekki á því við hverja sáttin var gerð.

Svo ítreka ég síðari spurningu mína til hv. þm.: Fyndist honum ekki betra og í raun í meira samræmi við óskir sem fram hafa komið frá stúdentaráði Háskóla Íslands, af því að hér er verið að hlutast til um innri mál stúdenta, um að stúdentaráð hefði þá stöðu í lagatextanum um Háskóla Íslands sem það hafði og sem minni hluti nefndarinnar og stúdentaráð Háskóla Íslands hafa óskað eftir?