Ábúðarlög

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 20:26:25 (3828)

2000-02-01 20:26:25# 125. lþ. 53.6 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[20:26]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Að mínu viti taka þessi lög til allra jarða en ekki bara ríkisjarða. Þeir sem leigja jörð til ábúðar skulu samkvæmt þessum lögum láta leiguliðaskipti fara þannig fram. Vissulega er þó mikill meiri hluti jarða í sjálfu sér ríkisjarðir. Ég ítreka að sú lagabreyting sem hér stendur til er brýnt verkefni og virkilega tímabært eins og hæstv. ráðherra hefur rækilega gert grein fyrir. Það sem ég átti við var hins vegar að ég hefði heldur viljað sjá frv. um bráðaaðgerðir vegna suðfjárbænda í landinu sem margir hverjir búa við mjög erfiða stöðu. Ég vil ítreka að við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs munum virkilega styðja við bakið á hæstv. landbrh. þegar hann kemur fram með markvissar og góðar tillögur, t.d. til að styðja sauðfjárbændur í landinu.