Utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 11:11:39 (3927)

2000-02-03 11:11:39# 125. lþ. 56.91 fundur 275#B utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), SighB
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[11:11]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Út af ummælum hæstv. forseta áðan vil ég taka fram að utandagskrárumræðan var um Vatneyrardóminn og viðbrögð stjórnvalda. Það var efni hennar. Ég kvaddi mér hins vegar hljóðs um störf þingsins til að biðja hæstv. forseta að upplýsa úr forsetastóli hvaða þingmenn væru með fjarvistarleyfi til þess að fá skýringu á því, ef hennar væri þar að leita, hvers vegna fjarvera eins flokks er svo áberandi. Ég ræddi ekki um þau málefni sem voru til umræðu í utandagskrárumræðunni heldur um þessa beiðni til forseta sem hæstv. forseti hefur svarað og ég þakka honum fyrir. En það skýrir ekki fjarvistirnar.