Mat á umhverfisáhrifum

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 18:11:15 (4303)

2000-02-14 18:11:15# 125. lþ. 62.14 fundur 197. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (undanþáguákvæði) frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[18:11]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alls ekki hægt að túlka orð mín svo að vinna við rammaáætlunina skipti ekki máli, alls ekki. Ég held að sú vinna skipti mjög miklu máli.

Varðandi ítrekaðar spurningar um hvernig bráðabirgðaákvæðið eða sólarlagsákvæðið svokallaða muni verða, þá tel ég eðlilegt að menn bíði þangað til frv. kemur fram í þinginu frá stjórnarflokkunum. Ég tel ekki eðlilegt að við ræðum það frv. í einstökum atriðum. Þó að ég hafi nú reyndar dregið það fram að mér þætti æskilegt að slíkt ákvæði væri í því frv. þá tel ég eðlilegt að menn bíði þangað til frv. er komið fram til þess að ræða um ártöl og tímafresti í því og taki góða umræðu þegar málið kemur heildstætt fyrir þingið.