Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 17:29:02 (5770)

2000-03-23 17:29:02# 125. lþ. 86.3 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[17:29]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var mjög fróðlegt svar frá formanni Framsfl. og hæstv. utanrrh.

Framsfl., segir hann, vill efla hin félagslegu gildi og félagsleg sjónarmið í samfélaginu með markaðsvæðingu. Það er hann að gera hér í reynd. Hann er núna að bjóða út elliheimili og hefja einkaframkvæmdir innan velferðarþjónustunnar. Þetta er hins vegar ekki til þess fallið að efla félagsleg gildi.

Hæstv. utanrrh. svaraði hins vegar ekki spurningu minni. Ég spurði: Hvað kemur í veg fyrir að viðskiptastarfsemi, þess vegna á vegum einkaaðila, fari fram í flugstöðinni í Keflavík án þess að hún verði gerð að hlutafélagi og seld?