Norræna ráðherranefndin 1999

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 11:37:49 (5989)

2000-04-06 11:37:49# 125. lþ. 94.1 fundur 470. mál: #A Norræna ráðherranefndin 1999# skýrsl, 422. mál: #A norrænt samstarf 1999# skýrsl, SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[11:37]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ekki er við hæstv. dómsmrh. að sakast þó fjölmiðlar sýni frekar áhuga á ferðum hennar og samstarfi við Bandaríkin en til Norðurlandanna.

Ég vil sérstaklega draga fram í þessa umræðu af því að nefndar voru vímuefnavarnir að Bandaríkin hafa lengi verið í forustu á sviði vímuefnavarna. Hugmyndir að því sem við höfum gert á Íslandi t.d. í áfengisvörnum og meðferðarúrræðum, höfum við m.a. sótt til Bandaríkjanna, til Hazelden-stofnunarinnar í Minnesota. Áður en við komum upp meðferðarstofnunum á Íslandi fóru Íslendingar til Bandaríkjanna í meðferð. Þessu megum við ekki gleyma. Bandaríkjamenn hafa staðið framarlega í slíkum málum og er margt hægt að læra af þeim.