Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 18:10:17 (6246)

2000-04-07 18:10:17# 125. lþ. 95.27 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[18:10]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til þess að beina spurningu til hæstv. ráðherra. Finnst hæstv. ráðherra eðlilegt að einn tiltekinn ráðherra hafi sjálfdæmi um hverjum hann selur ríkiseignir og á hvaða verði? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Mér finnst það ekki.

Á undanförnum árum hefur verið gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að sölu ýmissa ríkiseigna og nefni ég þar Áburðarverksmiðjuna, SR-mjöl og önnur slík dæmi en mér sýnist hér gengið lengra í þá átt að fela ákvörðunarvaldið einum ráðherra, hverjum er selt og á hvaða verði. Nú heyrum við það úr munni hæstv. ráðherra að jafnvel standi til að selja á undirverði.