Forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 14:49:57 (7446)

2000-05-10 14:49:57# 125. lþ. 114.19 fundur 607. mál: #A forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[14:49]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Fyrst spyr hv. þm. hve margar konur taki þátt í leitinni eða mæti á leitarstöð. Ég er ekki með þær tölur nákvæmlega á takteinum en það eru milli 70--80% kvenna sem koma í leghálsrannsóknir.

Varðandi hóprannsóknir sem ekki eru þegar hafnar, á blöðruhálskirtilskrabbameini eða krabbameini í ristli, þá hafa hingað til ekki verið taldar til nógu góðar aðferðir til að fara í slíkar hóprannsóknir. Þær eru þess vegna ekki hafnar en við fylgjumst mjög vel með þróun þessara mála, ekki síst í löndunum í kringum okkur. Eftir því sem tækninni fleygir fram verðum við að halda okkur vakandi fyrir því að hefja hópleitir þegar talið er vísindalega sannað að aðferðirnar séu réttar og hagkvæmar. Þá yrði eðlilegt að fara þá leið að leita að krabbameini á frumstigi.

En við erum ekki komin lengra en þetta eins og ég sagði áðan í fyrri ræðu minni. Þó erum við komin nokkuð langt og kannski lengra en flestar þjóðir í kringum okkur.