Framhald þingfundar

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 15:52:27 (7766)

2000-05-13 15:52:27# 125. lþ. 118.97 fundur 552#B framhald þingfundar# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[15:52]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við þessar aðstæður er mjög eðlilegt að spurst sé fyrir um hvaða áform hæstv. forseti þingsins hafi. Mín spurning er þessi: Áformar forseti Alþingis að halda áfram fundum á Alþingi í kvöld, eftir að gert hefur verið hlé fyrir fund efh.- og viðskn., og fara þess á leit við þingið að það mál sem efh.- og viðskn. fjallar um, ásamt nál. með hugsanlegum brtt., verði síðan skilað þegar nefndin hefur lokið störfum og síðan verði haldið áfram og málið afgreitt í nótt?