Framhaldsfundir Alþingis

Föstudaginn 30. júní 2000, kl. 13:32:29 (0)

2000-06-30 13:32:29# 125. lþ. 121.1 fundur 553#B framhaldsfundir Alþingis#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 125. lþ.

[13:32]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég býð hv. alþingismenn velkomna til þingstarfa á ný. Tilefni þinghalds nú á miðju sumri er, eins og öllum er kunnugt, kristnihátíð sem haldin er á morgun og sunnudag, 1. og 2. júlí, á Þingvöllum til að minnast þess að tíu aldir eru liðnar síðan kristinn siður var lögtekinn hér á landi.

Alþingi kemur saman til fundar að Lögbergi sunnudaginn 2. júlí í fimmta sinn síðan þingið var endurreist í Reykjavík. Gott samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag þinghaldsins þessa sumardaga og hátíðardaga og þess er vænst að þingfundur hér í dag verði stuttur.