Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 07. október 1999, kl. 17:08:37 (253)

1999-10-07 17:08:37# 125. lþ. 5.12 fundur 7. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 125. lþ.

[17:08]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekkert á móti lögunum um umhverfismat. Ég tel að þau séu mjög þörf og nauðsynlegt hafi verið að setja þau lög. En ég segi einfaldlega að mér finnst koma til greina, þegar um mjög stór mál eins og stórvirkjanir er að ræða, að þá komi þau til umfjöllunar á Alþingi. Eftir því sem ég hef upplýsingar um er gert ráð fyrir slíku í þeim reglum sem gilda innan Evrópusambandsins. Menn vitna mjög til að stærri mál geti þjóðþingin tekið upp enda á þjóðþingið ávallt að geta tekið upp stórmál. Ég hef vissar efasemdir um það sem þingmenn eru að boða hér, að ákvörðun sem Alþingi hefur tekið verði færð í hendur Skipulagsstofnunar ríkisins og umhvrh. Mér finnst miklu nær, ef Alþingi vill taka aðra ákvörðun, að það geri það sjálft en vísi ekki til annarra eins og þessi tillaga gerir ráð fyrir.