Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Miðvikudaginn 17. nóvember 1999, kl. 22:21:19 (1741)

1999-11-17 22:21:19# 125. lþ. 27.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 125. lþ.

[22:21]

Össur Skarphéðinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér þykir það miður að hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, skuli telja þetta reiðilestur. En það er rétt hjá hv. þm. að mér rann nokkuð í skap, ekki vegna þess að hér væri vikið að mér eins og hæstv. forseti gerði heldur vegna þess að hér talaði sá hv. þm. sem á að stýra þessari umræðu og gæta þess að menn sýni drengskap í umræðunni.

Hv. 1. þm. Norðurl. e. kom hingað í andsvar við hv. þm. Sighvat Björgvinsson. Hann kom þá fram með ákveðnar sakir á mig og mistúlkaði ákveðna atburðarás án þess að ég gæti komið inn í umræðuna til að svara því, herra forseti. Það þykir mér auðvitað afskaplega slæmt. Þetta tel ég ódrengilegt. Sá maður sem síst á að gera svona er sá sem valinn hefur verið til þeirra trúnaðarstarfa að gæta þingskapa, líka hinna óskráðu. Forseti þingsins hefur oftar en ekki hefur minnt menn á að gera ekki það sem hv. 1. þm. Norðurl. e. gerir nú afskaplega ódrengilega.