Jöfnun námskostnaðar

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 10:51:32 (1775)

1999-11-18 10:51:32# 125. lþ. 28.4 fundur 182. mál: #A jöfnun námskostnaðar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 125. lþ.

[10:51]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristjáni Möller fyrir að taka þetta mál upp. Þó ég komi úr Reykjavík er þetta samt sem áður verulegt áhyggjumál út frá hugsjón um að jafna stöðu barna og ungmenna til náms hvort sem þau búa á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

Jafnframt finnst mér ekki nógu gott að fólk þurfi að eiga aukaíbúð í Reykjavík til þess að börnin geti stundað framhaldsnám þar.

Einn hópur þeirra sem búa á landsbyggðinni eru bændur og það er spurning hvort ekki þurfi að kanna hag bænda og barna þeirra því að ég held að alltaf séu að koma fleiri og fleiri vísbendingar um dulda fátækt meðal bænda. Það er því ekki bara nauðsynlegt að skoða hverjir fara til náms og hverjir hætta námi heldur líka hverjir komast ekki til náms.