Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:40:28 (1840)

1999-11-18 13:40:28# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:40]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Tómas Ingi Olrich gerir það að umtalsefni að Íslendingar séu miklar eyðsluklær. Hann er að hvetja okkur til að sýna skynsemi í þeim efnum og vill að við séum sjálfum okkur samkvæm ofar öllu. Nú er hann að leggja til að við samþykkjum þáltill. sem felur í sér að við ráðumst í framkvæmdir, eyðslu sem í fyrsta áfanga er upp á 60 milljarða kr. Menn ætla að fjármagna þetta með innlendum sjóðum. Á sama tíma styður hann ríkisstjórn sem ætlar að selja smásjoppur á borð við Landsvirkjun, Landsbankann, Búnaðarbankann og Landssímann. Vill hv. þm. Tómas Ingi Olrich gera okkur ögn nánar grein fyrir á hverju hans skynsemishugsun er reist?