Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Fimmtudaginn 18. nóvember 1999, kl. 13:49:59 (1850)

1999-11-18 13:49:59# 125. lþ. 29.1 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 125. lþ.

[13:49]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir að taka þessum rökum. Það var annað atriði sem ég vildi líka nefna. Það er um frægt bráðabirgðaákvæði II, sem svo er kallað, í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Á fyrri stigum umræðunnar um Fljótsdalsvirkjun í október sagði ég frá því hér í ræðustól að ég hefði farið yfir öll gögn málsins. Ég benti á að hvergi í gögnum umhvn. frá þeim tíma né í umræðum hér í Alþingi hafi komið fram eitt einasta orð eða stafkrókur um að margumrætt ákvæði ætti við Fljótsdalsvirkjun eða nokkra aðra virkjun.

Ég tel því að hv. þm. hafi ekkert máli sínu til sönnunar um að allir í nefndinni hafi vitað um hvað ákvæðið snerist. Það kemur hvergi fram í umræðum eða skjölum málsins.