Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 15:07:57 (2333)

1999-12-06 15:07:57# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[15:07]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á að lesa skýrslu sem Ríkisendurskoðun gerði, stjórnsýsluúttekt á Byggðastofnun, sem var gerð á árinu 1996. Í þeirri skýrslu hvetur Ríkisendurskoðun til þess að farið verði með þessum hætti með Byggðastofnun, að hún verði tengd betur stjórnkerfinu eins og hér er verið að leggja til. Það væri gagnlegt fyrir alþingismenn að skoða þessa skýrslu. Ég get vel skilið að menn sem ekki sátu á þingi á þessum árum hafi ekki séð hana, en ég ráðlegg hv. þm. sem ég veit að vill hafa það sem sannara reynist að skoða þá skýrslu.