1999-12-08 01:03:29# 125. lþ. 37.6 fundur 236. mál: #A Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi# frv. 16/2000, 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[25:03]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað alveg rétt og sjálfsagt að athuga þetta mál vel og vandlega eins og vanalega er gert hér. Það er svo sannarlega ekki ætlun mín að draga úr löggjafarvaldi á hinu háa Alþingi með 20. gr. frv. sem hér er rætt um.

Ég er komin hér aftur upp í ræðustól með lagasafnið til þess að vitna til þess að það er nákvæmlega orðrétt fordæmi til í lögum á Íslandi. Þannig segir í 20. gr. frv., með leyfi forseta:

,,Dómsmálaráðherra ákveður hvenær lög þessi öðlast gildi.``

Nákvæmlega sama ákvæði og orðalag er í 13. gr. laga nr. 82/1976, sem eru lög um norræna vitnaskyldu. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Dómsmálaráðherra ákveður, hvenær lög þessi taka gildi. Ákveða má, að lög þessi taki einungis gildi gagnvart einu eða fleirum þeirra landa, sem upp eru talin í 1. gr.``

Virðulegi forseti. Ég taldi rétt að upplýsa þetta atriði.