Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 13:38:59 (2529)

1999-12-08 13:38:59# 125. lþ. 38.2 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 125. lþ.

[13:38]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er um stóraukin framlög að ræða til heilbrigðismála og heilbrigðisstofnana í landinu, bæði sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Í sjálfu sér fögnum við því að komið skuli vera til móts við þann vanda sem þessar stofnanir standa frammi fyrir og sem reyndar var einnig fyrirséður við gerð fjárlaga á síðasta ári fyrir þetta ár.

Við teljum, herra forseti, að þessi vinnubrögð eigi í sjálfu sér að vera miklu skilvirkari en við vísum allri ábyrgð á ríkisstjórnina í þessu máli og sitjum hjá en að sjálfsögðu fögnum við því að tekið er á vanda þessara stofnana.