Beinþynning

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 15:42:28 (2576)

1999-12-08 15:42:28# 125. lþ. 39.12 fundur 180. mál: #A beinþynning# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 125. lþ.

[15:42]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir þessa undanþágu sem var gerð og eins vil ég þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu vandamáli sem við höfum í dag sem verður meira vandamál í framtíðinni. Ég vil vekja athygli á því að beinþéttnimælingar fara fram í Reykjavík og á Akureyri.

Nú veit ég ekki hvað þessi tæki eru dýr. Þau eru misjöfn og mælingarnar eru misjafnar en til þess að halda uppi skimun er nauðsynlegt að beinþéttnimælingar geti farið fram a.m.k. í hverjum landsfjórðungi og helst á hverri heilsugæslustöð í framtíðinni. Þetta verði sem sagt hluti af forvarnastarfi og heilsuvernd og að á ákveðnum tímabilum ævinnar fari maður í gegnum þetta, sérstaklega þar sem erfðir koma inn. Það er sterk fylgni í erfðaþáttum og eins eftir holdarfari. Þær konur sem eru í mestri áhættu ættu því að hafa möguleika á að fara í mælingu.