Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 10:45:21 (2918)

1999-12-15 10:45:21# 125. lþ. 46.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[10:45]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Þau fjáraukalög sem eru nú til lokaafgreiðslu staðfesta að meginhluta til þegar gerðan og áorðinn hlut. Ég hef bent á það áður í umræðunni um fjáraukalög að svona eigi ekki að vinna í megindráttum. Það eigi að taka fjáraukalög eða fjárlög til endurskoðunar oftar á ári, taka ákvarðanirnar fyrir fram ef þess er nokkur kostur en ekki eftir á.

Varðandi afgreiðslu þeirra tillagna sem hér eru þá mun Vinstri hreyfingin -- grænt framboð sitja hjá við ýmsa flokka. Hún mun greiða atkvæði gegn því sem henni finnst afar ósanngjarnt og til óheilla en greiða atkvæði þeim þáttum sem eru virkilega til bóta.