Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Laugardaginn 18. desember 1999, kl. 18:55:27 (3500)

1999-12-18 18:55:27# 125. lþ. 49.19 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 125. lþ.

[18:55]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara upplýsa að í umhvn. var ekki beðið um lengri frest til þess að fara yfir gögn málsins. (ÖS: Þetta er rangt.) Ef hv. þm. vill hlusta þá var ekki (ÖS: Ég var að hlusta.) farið formlega fram á það við iðnn. að fresturinn yrði lengdur. (ÓÖH: Formlega?) Nei, það var ekki farið formlega fram á það. (Gripið fram í: Það hefði þá þurft að skrifa ykkur.) (Gripið fram í: Það var gert munnlega.)

Hér hefur verið gert mikið úr því að tvö álit, minnihluta\-álitin, hafi í rauninni myndað eitthvert meirihlutaálit og síðan hefur verið haft orð á því að ég hafi verið að bera eitthvað á torg sem hv. nefndarmenn í umhvn. sögðu í iðnn. um afstöðu sína til málsins og að það væri einstakt að slíkt væri gert. (ÓÖH: Og sögðu ekki.) Hv. þm. Katrín Fjeldsted sagði þetta og hefur ekki þrætt fyrir það. Aftur á móti ætla ég að fá að lesa aðeins, herra forseti, úr smátilvitnun í þeirra eigin greinargerð þar sem þau vitna í upplýsingar um að Ágúst Bjarnason grasafræðingur (Forseti hringir.) hafi samkvæmt skýrslu sem hann vann aldrei farið á Eyjabakka. Þarna er hv. þm. (Forseti hringir.) með kjaftasögu í áliti sínu. Hvað þýðir þetta? Er það venjan?