Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:17:11 (3689)

1999-12-21 18:17:11# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:17]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þessi tillaga er pólitísk leiksýning stjórnarflokkanna. Aldrei hefur staðið til að taka mark á þeim staðreyndum sem umfjöllun Alþingis og nefnda þess hafa leitt fram. Meiri hluti á Alþingi áformar að fórna umdeildum náttúruverðmætum án þess að nýta að fullu þá virkjunarkosti sem eru fyrir hendi á því svæði sem um er rætt. Orkustofnun hefur lagt fram tillögu um skoðun á öðrum kosti sem hún telur að gefi 15--20% lægra orkuverð en Fljótsdalsvirkjun gerir. Þessi tillaga hefur lengi lengið fyrir. Það verður að fordæma þessi forkastanlegu vinnubrögð. Það er gersamlega óhæfa að svona skuli að þessum málum staðið. Ég ætla ekki að taka þátt í því. Ég segi nei.