Framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun

Þriðjudaginn 21. desember 1999, kl. 18:24:32 (3697)

1999-12-21 18:24:32# 125. lþ. 51.4 fundur 186. mál: #A framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun# þál. 3/125, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 125. lþ.

[18:24]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Við umræðu um þessi mál á Alþingi hefur komið berlega í ljós að hér takast á tvö mjög sterk sjónarmið sem mörgum reynist erfitt að gera upp á milli enda hefði það ekki þurft að gerast. Hér er um að ræða byggða- og atvinnumál annars vegar og náttúruvernd hins vegar. Það er sorglegt að ríkisstjórnin, sem hefur í raun undirbúið þessa stóru framkvæmd á Austurlandi í langan tíma, skyldi ekki bera gæfu til að samræma þessi tvö sjónarmið. Það var og er hægt að gera með því að láta fara fram vandað mat á umhverfisáhrifum. Ríkisstjórnin brást því hlutverki sínu. Ég segi nei.