Úrskurður forseta um frumvarp um málefni öryrkja

Miðvikudaginn 17. janúar 2001, kl. 10:35:21 (3677)

2001-01-17 10:35:21# 126. lþ. 60.93 fundur 256#B úrskurður forseta um frumvarp um málefni öryrkja# (aths. um störf þingsins), SvH
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 126. lþ.

[10:35]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Í gærdag sendum við formenn stjórnarandstöðuflokkanna hæstv. forseta svohljóðandi bréf:

,,Það er álit undirritaðra formanna stjórnarandstöðuflokka á Alþingi að frv. til laga um almannatryggingar á þskj. 624 sé óþinglegt með þeim rökum að frv., ef að lögum verður, hrindir dómi Hæstaréttar sem byggður er á ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins, en ákvæði stjórnarskrárinnar hafa þingmenn lagt við drengskap sinn að virða, enda fráleitt að bera fram frv. til laga á Alþingi sem inniheldur lagaákvæði sem brýtur í bága við stjórnarskrá. Því er frv. með öllu óþinglegt og ber að vísa því frá sem óhæfu til afgreiðslu á hinu háa Alþingi. Krafist er úrskurðar hæstv. forseta um þetta efni, enda liggi sá úrskurður fyrir áður en frv. verður tekið til umræðu.``

Virðulegi forseti. Gengið er eftir þessum úrskurði.