Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:45:06 (4828)

2001-02-20 15:45:06# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það vakti athygli mína sem hv. þm. sagði, Bryndís Hlöðversdóttir, flm. þessa máls, að lagaprófessorarnir Sigurður Líndal, Eiríkur Tómasson og lektor Skúli Magnússon hefðu verið kallaðir fyrir nefndina af meiri hlutanum. Ég hygg nú hér áður, hversu harðir sem við vorum í stjórnarandstöðu, að við hefðum staðið með meiri hlutanum í minni hluta að því að kalla þessa lögfræðinga fyrir í máli eins og því sem hér var til umfjöllunar. Kemur mér satt að segja á óvart að hv. þm. skuli með þessum hætti gefa í skyn að eitthvað sé athugavert við að þessir menn hafi verið kallaðir fyrir nefndina.