Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 19:12:13 (4887)

2001-02-20 19:12:13# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., Flm. BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[19:12]

Flm. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég undrast það að hv. þm. Halldór Blöndal skuli enn og aftur fara út í útúrsnúninga.

Hv. þm. hlýtur að þekkja það mjög víðar úr löggjöf vegna þess hversu lengi hann hefur setið á hinu háa Alþingi að oft er lagt til að löggjöf sé útfærð annars staðar en í sjálfu frv. Oft og tíðum er það t.d. gert í reglugerð og mætti vel hugsa sér það fyrirkomulag ef hv. þm. telur það æskilegra. En ég er enn þeirrar skoðunar að forsætisnefnd sé eðlilegur kostur. Þar ætti að vera saman komin sú þekking og viska á störfum Alþingis að þar sætu þeir menn sem gætu best, eða ég a.m.k. treysti best, til þess að útfæra þetta atriði.

Ég hef útskýrt í tveimur ræðum, herra forseti, tilgang frv. Það kemur fram í frumvarpstextanum og ef hv. þm. Halldór Blöndal skilur ekki enn þá út á hvað málið gengur þá held ég að ég eyði ekki meiri tíma í að útskýra það en ég hef nú þegar gert.