Samningar um sölu á vöru milli ríkja

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:03:50 (6010)

2001-03-27 14:03:50# 126. lþ. 98.1 fundur 429. mál: #A samningar um sölu á vöru milli ríkja# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 126. lþ.

[14:03]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um aðild að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til þess að Ísland gerist aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja sem gerður var í Vínarborg 11. apríl 1980.

Samningurinn mun í reynd koma í stað svonefndra Haag-samninga frá 1964 og er ætlað að verða eina réttarheimildin við úrlausn ágreiningsefna á sviði alþjóðlegra kaupa, enda geymir samningurinn skýrari og afmarkaðri reglur en nú gilda samkvæmt Haag-samningunum.

Rétt er að geta þess að hv. þm. Lára Margrét Ragnarsdóttir og Einar K. Guðfinnsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Árni R. Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz.