Umræða í sjávarútvegsnefnd um brottkast

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 13:47:05 (6692)

2001-04-24 13:47:05# 126. lþ. 110.91 fundur 478#B umræða í sjávarútvegsnefnd um brottkast# (aths. um störf þingsins), GunnB
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[13:47]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Rétt til að taka þetta fram hérna, því að ég tel að sumir þingmenn þjáist alvarlega af heyrnarleysi, þá er búið að gera þessa könnun um brottkast. Úrvinnslunni er nýlega lokið og niðurstöðurnar verða kynntar hér á allra næstu dögum.

Vinnu í nefnd um sjóvinnslu versus landvinnslu er ekki lokið. Henni verður lokið þegar við verðum búin að fá þessar niðurstöður í hendur og þá mun nefndin fljótlega skila af sér. Það er ekki verið að liggja á neinum upplýsingum. Mér finnst að þingmenn eigi ekki að leggja það í vana sinn að væna menn um að þeir liggi á einhverjum upplýsingum og reyni að að fela eitthvað fyrir þingheimi. Ég ber það alveg af mér. Svona mál er hv. þm. til vansa.