Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 16:02:15 (6717)

2001-04-24 16:02:15# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[16:02]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna athugasemda hv. þm. um fjarveru hæstv. dómsmrh. vill forseti geta þess að hér kom fram ósk um að hæstv. ráðherra yrði gert viðvart um að hún yrði viðstödd umræðuna skömmu áður en hún hófst. Hæstv. ráðherra hafði þá ráðstafað þessum degi og gat því miður ekki komið hingað.

Það er vinsamleg ábending forseta til hv. þingmanna, með tilliti til mikilla anna ráðherra, að svona óskir komi fram aðeins fyrr þannig að hæstv. ráðherrar geti hagað störfum sínum eftir slíkum óskum.