Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 18:45:01 (7726)

2001-05-14 18:45:01# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[18:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég og hv. þm. erum hjartanlega sammála í þessu. Ég gagnrýndi nefnilega útgerðina fyrir að vera með eitthvert gerviverð á aflanum en það er vegna þess að þeir fá ekki að afskrifa sín geysilega dýru skip á réttan hátt. Auðvitað ættu menn að fara að horfa til þess hve mikið fé er bundið í viðkomandi skipi, hve það er arðbært og hve það er öflugt veiðitæki.