Húsnæðismál

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 19:48:35 (8415)

2001-05-19 19:48:35# 126. lþ. 129.29 fundur 623. mál: #A húsnæðismál# (kærunefnd, afskriftir, vanskil o.fl.) frv. 77/2001, ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[19:48]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Eins og kom hér fram hjá hv. formanni félmn. þá skrifum við, sú sem hér stendur og hv. þm. Guðrún Ögmundsdóttir, undir þetta nál. með fyrirvara og leggjum til tvær brtt. á þskj. 1266.

Fyrirvarinn hljóðar svo:

,,Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:

Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:

1. 2. mgr. orðast svo:

Lán til leiguíbúða mega nema allt að 95% af byggingarkostnaði eða kaupverði íbúðar, þó aldrei meira en 95% af þeim kostnaðargrundvelli af lánveitingu sem stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt.

2. Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Vaxtaendurgreiðslur og/eða stofnstyrkir, svo og húsaleigubætur, sbr. lög nr. 138/1997, tryggi að leigukjör fari ekki yfir 6% af stofnverði íbúðar. Félagsmálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd 4. málsl. að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.``

Þessar brtt. eru í samræmi við þáltill. sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram og var mælt fyrir í þinginu í vetur og hæstv. félmrh. tók undir þær tillögur sem þar komu fram og er hér verið að gera sambærilegar breytingar við þetta frv. til laga um húsnæðismál. Að öðru leyti tökum við undir og styðjum þær greinar sem í þessu frv. eru.