Túlkun jafnréttislaga og skipun í embætti hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 14:57:52 (1091)

2000-11-01 14:57:52# 126. lþ. 18.7 fundur 33. mál: #A túlkun jafnréttislaga og skipun í embætti hæstaréttardómara# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[14:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Þessum spurningum er út af fyrir sig fljótsvarað. Ég tel ekki að jafnréttislög hafi verið brotin. Ég tel ekki að framkvæmdaáætlun um jafnréttismál hafi verið brotin. Ég fæ ekki lesið út úr því sem haft er beint eftir Valgerði H. Bjarnadóttur í viðtali í útvarpinu 6. september að hún fullyrði nokkurs staðar að svo hafi verið.

Í öðru lagi get ég upplýst það hér að ég er samþykkur þeirri niðurstöðu sem hæstv. dómsmrh. komst að, að skipa Árna Kolbeinsson. Ég tel að Árni Kolbeinsson sé hæfastur þeirra umsækjenda sem um stöðuna sóttu og geri ekki athugasemdir við það þó hann sé skipaður þarna. Ég er að vísu ekki alltaf sammála lögfræðilegu mati og skoðunum Árna Kolbeinssonar. En það er önnur saga.

Í umsögn Hæstaréttar er ekki lagt mat á það hver sé hæfastur heldur að allir umsækjendurnir fjórir geti komið til greina sem hæstaréttardómarar.