Skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 14:31:23 (1873)

2000-11-16 14:31:23# 126. lþ. 26.4 fundur 118#B skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999# (munnl. skýrsla), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[14:31]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Hér er til umfjöllunar starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar ... (Gripið fram í: Nei, umboðsmanns Alþingis.) Umboðsmanns Alþingis, fyrirgefið. Ég vil bara segja það sem lítið innlegg í umræðuna að ég tel mjög mikilvægt að viðkomandi skýrslur séu sendar nefndunum og að nefndarálit komi til þingsins. Það tel ég mjög mikilvægt og mun ég beita mér fyrir því að þau vinnubrögð verði viðhöfð, hvort sem við erum að ræða um skýrslur af þessu eða öðru tagi. Það kom fram í umræðunum í morgun að skýrslurnar daga uppi og fá ekki þá umfjöllun sem efni standa til. Ég mun beita mér fyrir því í forsn. þingsins, hvort sem við erum að tala hér um skýrslu umboðsmanns Alþingis eða aðrar skýrslur sem koma frá kerfinu, að þeim verði beint í réttan farveg þannig að niðurstöður nefndanna verði teknar fyrir og við getum fjallað formlega um þær.

Að svo mæltu ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þetta, en þetta eru þau grundvallarmál sem ég vil fara í.