Fjáraukalög 2000

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 14:17:57 (2278)

2000-11-28 14:17:57# 126. lþ. 33.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv., EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[14:17]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Við höfum í umræðu um fjáraukalög m.a. bent á ýmis mistök sem orðið hafa við stjórn ríkisfjármála. Hér eru gerðar tillögur um tæplega 8 milljarða ríkisútgjaldaaukningu, þrátt fyrir að heilbrigðisstofnanir séu látnar bíða til 3. umr. Við höfum bent á að hluti tillagnanna stangast á við fjárreiðulög. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft neina möguleika til þess að hafa áhrif á þau útgjöld sem hér er verið að samþykkja. Þess vegna er eðlilegt að ríkisstjórnarmeirihlutinn beri einn ábyrgð á þeim tillögum sem eru til afgreiðslu. Þingmenn Samfylkingarinnar munu því sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.