Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:16:32 (2822)

2000-12-06 14:16:32# 126. lþ. 41.1 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 126. lþ.

[14:16]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Forusta Samfylkingarinnar hefur með reglulegu millibili mánuð eftir mánuð sl. tvö ár skammað ríkisstjórnina fyrir að lækka skatta. Eins og kunnugt er var tekjuskattur lækkaður um 4 prósentustig sem er einhver mesta skattalækkun í sögu lýðveldisins og hefur leitt til þess að kaupmáttur hefur hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru landi á undanförnum árum.

Þessi sama Samfylking hefur skammað okkur stjórnarliða fyrir þessa skattalækkun og sagt jafnframt að það þyrfti frekar að hækka skatta eins og nú áraði. Þessi tillaga er því hrein og ómenguð sýndarmennska. Ég segi nei.