Manneldis- og neyslustefna

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 15:16:01 (2845)

2000-12-06 15:16:01# 126. lþ. 42.4 fundur 279. mál: #A manneldis- og neyslustefna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Á fjárlögum er núna lagt til að greiddar verði 9,5 millj. í rannsóknastyrki til Ingu Þórsdóttur prófessors, til samanburðarrannsókna á íslenskri og erlendri kúamjólk með tilliti til áhrifa hennar á líkamann og hollustugildis. Íslenska kúamjólkin hefur mikla sérstöðu og þessi rannsókn gagnast fyrst og fremst neytendum. Gosdrykkja er skelfilega mikil hér á Íslandi.

Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir talaði áðan um að undanrenna væri dýr. Mjólkin á Íslandi er ódýr, hollur og góður drykkur og íslensk mjólkurvara er í raun í hæsta gæðaflokki. Eitt það besta sem við getum gert til að styrkja beinin er t.d. að drekka mjólk, lýsi og stunda góða hreyfingu.