Verslun með áfengi og tóbak

Mánudaginn 04. febrúar 2002, kl. 20:35:48 (3972)

2002-02-04 20:35:48# 127. lþ. 68.11 fundur 135. mál: #A verslun með áfengi og tóbak# (smásöluverslun með áfengi) frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 127. lþ.

[20:35]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka ábendinguna en hér stendur eins og upp var lesið:

,,Ætla má að blönduðu verslanirnar sem seldu áfengi yrðu fyrst og fremst matvöruverslanir þar sem meginframboðið yrði vín og bjór.``

Ég vil bara að fram komi að í málflutningi flutningsmanna hefur aldrei komið fram að til stæði að selja annað en létt vín og bjór og þess vegna orðaði ég það þannig.