2002-02-05 17:00:34# 127. lþ. 69.6 fundur 427. mál: #A almenn hegningarlög og refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfsmanns (hryðjuverk)# frv., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[17:00]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð hæstv. dómsmrh. að okkur ber að taka þátt í samstilltu átaki þjóðanna í baráttu við hryðjuverk í heiminum. Það á að gera á skipulegum vettvangi alþjóðasamfélagsins, Sameinuðu þjóðanna og annarra samtaka þar sem þjóðir heims koma að borði.

Í grg. með þessu frv. er vísað í alþjóðasamninga frá 1997, frá 1999 og frá 2001. Ég tek undir þau orð hv. þm. Guðrúnar Ögmundsdóttur að allshn. mun fara vel yfir þetta mál og að sjálfsögðu leita álits utanrmn., og annarra sem að þessum málum koma.