Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls

Þriðjudaginn 05. febrúar 2002, kl. 18:42:56 (4088)

2002-02-05 18:42:56# 127. lþ. 69.17 fundur 389. mál: #A þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 127. lþ.

[18:42]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson segir störfin dýrkeypt og atvinnusköpunina dýrkeypta. Ég er ekkert endilega sammála því að svo sé. Við verðum að líta til þess þjóðhagslega hagnaðar sem er af því líka að nýta orkulindir landsins og skapa útflutningsverðmæti sem skipta gífurlega miklu máli. Er það ekki að mati þingmannsins nokkurs virði að skapa hér útflutningstekjur upp á 40--60 milljarða? Skiptir það engu máli fyrir þjóðarbúið og fyrir umbjóðendur hv. þm. Ögmundar Jónassonar í samtökum BSRB? Skiptir ekki máli að þjóðarbúið hafi þokkalega afkomu og eigi sér einhverja von í auknum hagvexti til framtíðar? Ég hlýt að spyrja hann að móti að því.

Ég veit ekki hvar fjármálastjóri Landsvirkjunar átti að hafa sagt þessi orð þannig að ég fer ekki að kljást við þingmanninn um það. Ég skal á öðrum vettvangi leita þau uppi og kanna staðhæfingar hans um þessi orð. Að þessu sinni mun ég ekki svara því sem ég hef ekki önnur orð fyrir en orð hv. þm.