Bólusetning gegn barnasjúkdómum

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 15:50:56 (4190)

2002-02-06 15:50:56# 127. lþ. 71.6 fundur 420. mál: #A bólusetning gegn barnasjúkdómum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Varðandi spurninguna um hvort hægt sé að hafa val í þessum efnum get ég sagt að þessi vandkvæði eða kröfur um það hafa ekki komið upp á mitt borð. Hins vegar er ég fús til að ræða þessi mál í samráði við landlækni og sóttvarnalækni og kanna hvaða vandkvæði er þarna um að ræða. Hins vegar hefur komið fram að þessi aðferð er talin örugg. Ég tek undir það með hv. fyrirspyrjanda að öryggið verður að vera í fyrirrúmi. Það verður ætíð að fylgjast með varðandi öryggið. Ég er fús til að fylgjast með þessum málum, kanna hvaða tilfelli liggja að baki og hve margar kröfur eru um breytingar. Ég hygg að ekki sé mögulegt að skipta þessum bólusetningum núna, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef.