Fyrirspurnafundir og utandagskrármál

Miðvikudaginn 06. febrúar 2002, kl. 16:10:02 (4199)

2002-02-06 16:10:02# 127. lþ. 71.95 fundur 337#B Fyrirspurnafundir og utandagskrármál# (um fundarstjórn), KPál
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 127. lþ.

[16:10]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég er dálítið hissa á því að hér eru 15 fyrirspurnir á dagskrá. Fyrirspurnir eru alltaf á miðvikudögum og það er ákveðin hefð fyrir því að fyrirspurnir hafi ákveðinn tíma fram að þingflokksfundum. Ég sé að hér er búið að taka út af dagskránni átta fyrirspurnir af þeim 15 sem voru á dagskrá. Maður gerði sér kannski grein fyrir því að þetta gæti gerst því að tvö mál sem tóku 20--25 mínútur hvort voru í upphafi fundar sem er hugsaður fyrir fyrirspurnir.

Ég velti því fyrir mér þar sem margir eru búnir að undirbúa þessar fyrirspurnir sínar og gera ráð fyrir því að geta borið þær fram á þessum tíma hvort hægt sé að hleypa málum svona fram fyrir nánast algjörlega óundirbúið. Mér finnst þetta raska dagskrá og vinnubrögðum þingmanna yfirleitt og spyr forseta hvort það sé í rauninni einhver ástæða til að vera að vinna þetta með þessum hætti.